Skilmálar stafrænna sundkorta Garðabæjar
Hér er hægt að kaupa sundkort sem gildir í báðar sundlaugar Garðabæjar, í Ásgarði og á Álftanesi.
Kt. Garðabæjar er 570169-6109 og heimilisfang er Garðatorgi 7, 210 Garðabæ.
Notendur eru beðnir að lesa skilmálana vandlega áður sundkortið er keypt. Með kaupum og notkun
korthafa á stafrænum kortum Garðabæjar samþykkir korthafi að fylgja skilmálum þessum og veitir
Garðabæ heimild til að vinna með gögn sem verða til við notkun kortsins.
1. Persónuupplýsingar
Garðabær leitast við að uppfylla þá persónuverndarlöggjöf sem er í gildi hverju sinni og vinnur eftir
gildandi persónuverndarlögum, þ.e. lögum nr. 90/2018 um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga.
Þegar sundkort eru keypt í vefverslun þarf að skrá sig inn með rafrænum skilríkjum, og þar með gefa upp
nafn og kennitölu. Einnig er beðið um netfang sem afrit af kortinu verður sent á. Þetta á þó ekki við um
eins skiptis kort, ekki er beðið um neinar persónuupplýsingar þegar keypt er eitt skipti í sund. Þær
upplýsingar sem beðið er um eru eingöngu nýttar til að ganga frá pöntun, en kaupsaga er vistuð áfram á
öruggu svæði. Athugið að kortanúmer eru aldrei geymd á vefsvæðum Garðabæjar, einungis er hægt að
sjá tegund greiðslu ef fletta þarf upp pöntun. Garðabær deilir aldrei persónuupplýsingum með þriðja
aðila.
2. Skil á sundkortum
Ekki er hægt að skila sundkortum. En ef upp koma tæknilegar villur leitast Garðabær við að aðstoða
viðskiptavin að fremsta megni.
Senda skal tölvupóst á gardabaer@gardabaer.is ef upp koma tilvik þar sem kortin virka ekki rétt.
3. Upplýsingar á vef
Allar upplýsingar um sundkortin og lýsingar á þeim eru gefnar upp í vefversluninni. Upp geta komið tilvik
þar sem villur læðast inn en leitast verður við að lagfæra þær um leið og þeirra verður vart. Að öðru leyti
eru upplýsingar birtar með fyrirvara um innsláttarvillur eða minniháttar uppfærslutafir.
4. Verð
Uppgefið verð í vefverslun er í íslenskum krónum. Athugið að verð miðast við gjaldskrá sundlauga
Garðabæjar sem geta tekið breytingum um áramót. Sundkortin eru gjaldfrjáls fyrir yngri en 18 ára, fyrir
67 ára og eldri og fyrir öryrkja. Þessir hópar geta sótt stafrænu sundkortin sér að kostnaðarlausu með
rafrænum skilríkjum. Enginn kostnaður bætist við vegna kortsins sjálfs.
5. Tegundir stafrænna sundkorta og ferill við pöntun
Hægt er að kaupa árskort sem gildir í ótakmarkaðan fjölda skipta í 1 ár frá útgáfudegi, 10 og 30 skipta
kort og eins skiptis miða á slóðinni gardakort.is.
Eftir að búið er að greiða fyrir sundkort þarf að sækja kortið og færa inn í smáforritin “Wallet” í Iphone
eða “Smart wallet” í Android símum. Það er annað hvort gert í lok greiðsluferils í síma eða með því að
skanna QR kóða. Þegar kortið er komið inn í símann er það notað sem aðgangskort í sundlaugar
Garðabæjar, þar til það rennur út (árskort) eða að inneign hefur klárast (skiptakort).
Þegar kaupum er lokið fær viðskiptavinurinn tölvupóst með staðfestingu á kaupunum og afrit af
sundkortinu. Ef kortið eða síminn glatast er hægt að sækja það aftur með upplýsingum úr tölvupóstinum.
6. Greiðsluleiðir
Einungis er hægt að greiða fyrir sundkort með debet- eða kreditkortum frá Visa eða Mastercard. Ef
vandamál vegna greiðslu koma upp eftirá áskilur Garðabær sér þann rétt að hafna greiðslunni og stöðva
afgreiðslu á kortinu.
7. Gildistími
Skilmálar þessir gilda frá 12. nóvember 2021
Allar athugasemdir og fyrirspurnir skal senda á gardabaer@gardabaer.is